Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, March 09, 2005

Lífið er yndislegt..


Þá er ég loksins komin aftur, lífið er alveg yndilslegt því margt skemmtilegt er að gerast ! Prófin búin og árshátíð í vændum !! .....C'est magnifique.

Ég er búin að leggja í þann leiðangur að sauma mér kjól og ég bið til alls þess heilaga að það fari eftir óskum !! Þemað á Árshátíðinni er víst "Náttúran" og ég held að kjólinn minn eigi vel heima þar ! En ég ætla samt að vara ykkur við því að ef saumaskapurinn mistekst þá verður nýjast nýtt að vera í kartöflupoka með aðsnyðnum böndum vafið um sig, það er víst rosalega "lekkert" !!
En ég er með þá hefð að skýra kjólana sem ég hanna og teikna, svo ykkur til fróðleiks mun þessi kjóll heita "Armeria".

Það sem meðal annars mun eiga sér stað á Árshátíðinni annað en að hafa alveg rosalega, yndislega gaman í hópi með mínum yndislegu gilsbungum og fleira góðu fólki, þá ætlum við : Ég, Vivian og Binni að leggja upp í langferð upp á svið og spila lagið sem Binni samdi " Við saman" og annað gott lag frumsamið eftir Binna "Fly" !! Ég er orðin mjög spennt fyrir þessari árshátíð, þetta á örugglega eftir að verða alveg rosalega glæsilega yndislegt !

Sjáumst þar í Góðu Skapi með Bros á Vör en því miður ekkert Vín í för : tileinkað Gilsbungum :) ...... Tuurrryyluuue !

Gullmolarnir í þetta sinn : Árshátíðin og alla kjólana sem verið er svitna yfir ! :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home