Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, July 06, 2005

Always look at the brig...dudidudadada


Ufff ...það er allt of margt búið að gerast .. síðan 4. mai ..hihiih .. Þannig að ég ætla að láta það nægja að segja frá því í grófu máli ..

*Margt búið að breytast og enn fleiri búið að gerast ...enn samt sem áður er hægt að segja að ég er ofboðslega ánægð og sátt við lífið og tilveruna ...lífið er YNDISLEGT !!

Jæja.. við skulum nú sjá, hvar get ég byrjað ..hhmm ! Það styttist óðum í Frakklands_förina_miklu... er á barmi of-spennings ....hihi
Ég er samt sem áður ekki búin að fá fjölskyldu en það fer vonandi að gerast ! En bæklingarnir eru farnir að hrannast upp og búa til X-meiri spenning ! Ég fór á afs-námskeið sem var alveg ótrúlega skemmtilegt. Fyrirlestrarnir voru mjög spennandi og fræðandi og gáfu okkur góða grófa heildarmynd sem synir það hvað heimurinn er stór og hvað það eru miklir möguleikar í honum og einnig hvað Sauðárkrókur er *pínulítill* Það róaði verulega taugarnar að fá örlitla innsýn inn í ferlið ...og það besta er að þetta er einungis byrjunin !!...hihiih

Þótt stutt sé síðan sumarfríið byrjaði þá hefur margt á mína daga gengið síðan þá. Skólinn náttla búinn ...wwiiihhúuu =) og fríið komið. *Ég fékk vinnu upp í Hlíðó í sumar og það er æðislegt .. meiriháttar gaman að fylla á búðina og afgreiða með systir Svönu og Co...hihihi ! Einnig fékk ég afleysingar vinnu á Fosshótelinu Áningu ..*svaka stuð*
* Var svo beðin um að vera fjallkonan 17. júní. *Mikill heiður*
* Ég tók þátt í uppsetningu disks og söngleiks sem var frumsýndur í fyrsta og eina skiptið þann 18. júní. Söngleikurinn og diskurinn heitir - Hei þú- og er eftir Árna Gunnarsson. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það gaf mér mikið og mikla gleði að vinna í hópi góðs fólks svona verkefni, besta veganesti sem hægt er að hugsa sér í pokahornið út í lífið !
* Í tilefni söngleiksins -Hei þú- fórum Árni, ég og Eiríkur i útvarpsviðtal á Rás 2, Hjörtur (í Graffík) tók viðtalið. Viðtalið var tekið i Skagfirðingabúð á miðju gólfinu hjá afgreiðslukössunum. Ég bjóst við því að mér myndi líða eins og asna en ég get ekki líst því hvað þetta var æðislegt, þetta var svo "professional" unnið að þetta var meiriháttar !

*Þetta er svona það gamla góða sem ég hef ætlað að skrifa niður ... í grófu máli.. semsagt það "mikilvæga" sem hefur gerst undanfarið !...hihiihi

En það sem er á döfinni það sem eftir er sumarsins ..enn sem komið er ..er....
* Frændfólk um allan heim "USA" ..hihi er á leiðinni inn í landið.
* Menningarnóttarnefnd Reykjavíkur tók ákvörðun um það að setja upp söngleikinn -Hei þú- á menningardaginn sjálfan 20. ágúst í Tjarnarbió í Reykjavík ! ...
* Ég skrepp til Svíþjóðarog Danmerkur 21. ágúst, kem svo heim 28. ágúst bíð í Reykjavík í 3 daga og svo 2. sept kl 7:25 er ég farinn ......

Sandra Deee .....

* Gullmolarnir : Familian...!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home