Sandra ...

Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, May 04, 2005

Gleðilegt sumar....

Góðan og blessaðan daginn !

Það er þó nokkuð lang síðan ég lét heyra í mér seinast ... góð og gild ástæða samt !! Tölvan heima er að drukkna í vírusum og það má segja að hún sé á barmi þess að kveðja okkur ...hihih *algjört rusl* og vegna anna í mörgu öðru gefst mér sjaldan tími til þess að spígspora inn á bókasafn og rita fáein orð ... en hér er ég samt ..

En jæja.. þá er sumarið loksins komið.. þó það líti nú ekki út fyrir það í dag *arrggg* snjór og *buurrrruuumm* kalt !! En það er fer nú að hlýna, skólinn að klárast og bara gaman gaman ...gamangaman eftir í heila 3 mánuði !! ..ííhihihh

... margt hefur gerst í þann "stutta" tíma sem ég hef ekkert látið í mér heyra ! *Söngvakeppnin átti sér stað þann 16. apríl á Akureyri og fyrir mikilli tilviljun átti ég líka afmæli þá ...íhihih ...mín bara orðin 18 ára gömul !! ...slétt tala og AlleeSS !!!
*Cellar Door hefur haft margt á sinni könnu ! Erum búin að fá mörg skemmtileg verkefni hérna og þar á króknum. Við spiluðum á Opnum Dögum í Fnv, á Sæluviku-kvöldi hjá Ífunum og á Verkalýðsdags uppákomu í Ljósheimum !! Mjög skemmtilegt og reynsluríkt !
*Ég og Sólborg fengum þá skemmtilegu beiðni að koma og dansa við lag í Dægulagakeppnina.. hugsuðum okkur um og slógum svo á endanum til ..litum á þetta sem skemmtilega reynslu í reynslupokann okkar ! ..Þegar við svo mætum á keppnisdaginn sjálfan ....vorum við settar í Scary-movie búninga og málaðar hvítar í framan ...litum út eins og öll uppsöfnuð streita lífsins hefði teki sér bólfestu í andlitunum okkar ...brandari kvöldsins sem engin virtist fá leið á að segja ...hihihi Þetta var samt sem áður mjög skemmtilega öðruvísi reynsla .....góð í pokahornið fyrir framtíðina !!

Þetta er svona í grófu máli það sem hefur borið á daga mín síðan síðast .... Auðvitað ekki allt ...en hitt er fyrir ykkur að fylla í eyðurnar ...muahahahaha

...en ég kveð að sinni ....Sandra Deee

*Gullmolarnir : Margir ....hihiihhi