Sandra ...

Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Tuesday, April 01, 2008

Vorilmur í loftinu....

Loksins, loksins ...

Ég er búin að reyna eins og villiskeppna að finna glatað aðgangsorð að armeriunni minni !!!... Það hefur svo sannarlega gengið upp og niður. En eins og þið sjáið á síðustu færslu hefur það hvorki tekið meira né minna en 2 dásamleg ár.. hihi
Þannig að nú mun ég heiðra þennan merka dag ... 1. apríl... hann mun aldrei gleymast!!!
**.. allt í plati rassa gati!!! ..hehehe..*** Neinei .. þetta er ekki apríl "GABB" !! ..Hihi

Margt hefur gengið á í mínu lífi síðan síðast .. nú er ég aftur orðin "Reykjavíkur mær" en ég kvaddi gamla góða krókinn fyrir tveimur árum síðan og fór á vit ævintýranna í "stórborginni".
Leiðin lá í MH (Menntaskólann við Hamrahlíð).. þar sem "artífartí fílingurinn" var fenginn beint í æð!! ..hehe
Um jólin 2007 urðu svo mikil tímamót í mínu lífi. Dimiteringin var tekin með pompi og prakti í nístandi stórborgar kulda og stúdentshatturinn svo komið á sinn stað!! .. stúdents efni á mynd og á blað!!... lallaaallaaaa

Vorilmurinn liggur í loftinu... því ákvað ég að taka morguninn snemma og nýta tækifærið og kenna henni mömmu eilítið á strætókerfi borgarinnar. En um daginn urðum við fyrir þeirra skemmtilegu tilviljun að finna ónotaða strætómiða-lengju liggjandi fyrir framan tærnar á okkur... og AuðVitaÐ litum við strax á það sem STÓRT "sign" að gera mömmu svolítið menningarlega og byrja að nota strætó!! ..En hvað er meira menningarlegt enn að kúra í strætó eldsnemma og úldinn á morgnana með andfúlt fólk fyrir aftan sig ..hehe ... Neinei .. ég gjörsamlega ELSKA strætó!! Þótt að þetta með andfúla fólkið komi fyrir!!..ihi

EN já.. fyrir þá sem ekki vita þá er ég komin með teina!! ... JEbb Sandra Dögg BRACEFACE ..í allri sinni dýrð!!..hehe En það er samt alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur og nú strax sést fyrir endann á þessari sérstöku reynslu minni.

Árið 2008 leggst alveg einstaklega vel í mig og ég sé fram á alveg ótrúlega spennandi ár. Nú sem stendur er ég að vinna í rosalega sætri búð sem er frönsk!! og heitir L'Occitane ..ouioui, mesdames et mesieus .. og nýti frítímann í að hugsa um framtíðina og dekra svolítið við mig!!..hihi

Næsta skref í lífinu er að skreppa til Köpen.. í tónlistar og menningarferð! Þar munum við Árni Gunnarsson (listamaður) og Shree (gítaristi) slá á létta strengi. Vil ég benda á að Árni Gunnarsson er að gera meiriháttar heimilidarmyndir um Íslenska hestinn, m.a. um hestinn Kraft sem er um þessar mundir Íslandsmeistari og Heimsmeistari. Náttúru- og hestaunnendur ættu að grípa gæsina og fylgjast vel með þegar þær verða sýnilegar fyrir almenning en þessi meistaraverk eru eitthvað sem enginn sannur íslendingur ætti að láta fram hjá sér fara! :)

Hafið það sem allra best ..rassgötin mín

Kossar og knús
Sandra Dögg

* Gullkornin : Vorið og Laugavegurinn